Leikum með tilfinningar
Nýtt skólaár- og tilfinningar
Nýtt skólaár- og tilfinningar
Couldn't load pickup availability
„Tilfinningar við skólabyrjun“ – Prentvænt verkefni fyrir foreldra og börn.
Skólabyrjun getur kallað fram allskyns tilfinningar, bæði fyrir börn og foreldra. Þetta verkefnahefti er hannað til að skoða þær tilfinningar sem þessi tími kallar fram og ýta undir gott samtal barna og foreldra/umönnunaraðila. Það að eiga gott og afslappað samtal, þar sem hlustað er á barnið og því sýndur skilningur, eykur líkur á jákvæðri upplifun í upphafi skólaársins. Mörg börn eiga erfitt með að tjá með eigin orðum hvernig þeim líður og afhverju og þá getur verið gagnlegt að hafa myndir, styðjast við lista og fá dæmi um algengar tilfinningar til að koma samtalinu af stað. Hægt er að nota með börnum á yngsta- og miðstigi grunnskóla.
Markmið:
-
Að opna á samtal um líðan í gegnum verkefni, myndir og lista.
-
Hjálpa barninu að skilja að það er eðlilegt að upplifa allskyns tilfinningar á þessum tíma- það er ekki eitt um það!
Fyrir hvaða aldur?
-
Börn á yngsta- og miðstigi grunnskólans.
Hvað er innifalið?
- 7 blaðsíður af rafrænum verkefnum sem þið prentið út.
📥 Prentvænt PDF – Þið fáið tölvupóst strax eftir kaup með verkefninu og getið prentað út.
_____________________
-Einstaklingsleyfi- Fyrir heimili. Ekki heimilt að afrita eða vista á sameiginlegum kerfum.
Skólaleyfi- Fyrir skóla eða stofnanir. Einnig er hægt að óska eftir millifærslu á steinunn@leikummedtilfinningar.is og þið fáið reikning í pósti.
Share
