Leikum með tilfinningar
Lausnabók- origami
Lausnabók- origami
Couldn't load pickup availability
Litla lausnabókin- 7 leiðir fyrir börn til að róa líkamann.
Þegar tilfinningar verða stórar – hvað þá?
Þessi litla bók (1 A4 blað, sem breytist í 8 síður!) inniheldur 7 hagnýtar og einfaldar leiðir sem hjálpa börnum að lækka aðeins örvunarstigið þegar þau upplifa sterkar eða óþægilegar tilfinningar. Þar að auki fylgja leiðbeiningar fyrir foreldra/kennara/uppalendur þar sem aðferðirnar eru útskýrðar.
Markmiðið er ekki að losna við tilfinningarnar – heldur að ná aðeins meiri ró og stjórn, svo barnið geti náð örvunarstiginu niður og þar með hugsað skýrar.
Bókin inniheldur eftirfarandi lausnir:
-
Knús
-
Jarðtengingu með 5-4-3-2-1 aðferðinni
-
Róöndun þar sem við öndum að okkur og frá (finnum lykt af þykjustu blómi og blásum þykjustu sápukúlur)
-
Hreyfingu
-
Vatsnglas
-
Fara úr aðstæðunum því áreitið er of mikið.
-
Tala við einhvern
Barnið getur prófað allar lausnirnar og fundið út hvað því finnst henta best – eða notað nokkrar saman. Bókin er lítil og því fullkomin til að hafa með í töskunni, í fríinu eða skólanum.
Á instagram og facebook síðu leikum með tilfinningar má finna leiðbeiningar um hvernig bókin er sett saman.
______________________________
-Einstaklingsleyfi- Fyrir heimili. Ekki heimilt að afrita eða vista á sameiginlegum kerfum.
Skólaleyfi- Fyrir skóla eða stofnanir. Einnig er hægt að óska eftir millifærslu á steinunn@leikummedtilfinningar.is og þið fáið reikning í pósti.
Share
