Leikum með tilfinningar
Köngulær og tilfinningar
Köngulær og tilfinningar
Couldn't load pickup availability
Köngulær – Forvitnilegt verkefni fyrir börn (8–12 ára). Hægt að aðlaga að yngri börnum.
Köngulær og tilfinningar er 4 blaðsíðna verkefni sem er hannað til að ýta undir forvitni barna um köngulær. Með því að ýta undir forvitni er einnig hægt að draga úr ótta. Þetta er einfalt rannsóknarverkefni sem börnin leysa áður en þau fara í köngulóarkönnunarleiðangur, á meðan og á eftir.
Börnin læra um útlit köngulóa, hvernig köngulóarvefir virka og fá nokkra áhugaverða fræðslupunkta um köngulær á Íslandi. En verkefnið skoðar líka hvernig köngulær geta vakið upp ólíkar tilfinningar – sum börn finna fyrir ótta, önnur eru spennt. Með því að skilja betur veröld köngulóa fá börn tækifæri til að horfast í augu við tilfinningar sínar, ræða þær eða skrá þær niður og draga úr ótta með aukinni þekkingu og jákvæðri nálgun.
Markmiðið er skýrt: Að auka forvitni og minnka ótta með fræðslu, samtali og rannsóknarleik.
🕷️ Aldur: 8–12 ára. Auðvelt að aðlaga að yngri börnum
📄 4 blaðsíður
Frábært verkefni fyrir heimili, skóla eða frístund – þar sem fræðsla og tilfinningar fara hönd í hönd!
_____________________________
-Einstaklingsleyfi- Fyrir heimili. Ekki heimilt að afrita eða vista á sameiginlegum kerfum.
Skólaleyfi- Fyrir skóla eða stofnanir. Einnig er hægt að óska eftir millifærslu á steinunn@leikummedtilfinningar.is og þið fáið reikning í pósti.
Share
